Jólasveinamöffins!

Image

Í dag kom jólablað Fréttablaðsins inn um lúguna hjá flestum Íslendingum. 🙂
Mjög fallegt blað með öllu mögulegu sem tengist jólunum. Meðal annars er ég með þessa uppskrift þar! Þar er rætt við mig um Cakes of Paradise og mínar jólahefðir. Mæli eindregið með því að þið gluggið í það! 🙂

Eins og kemur fram í blaðinu þá gerði ég þessi jólasveinamöffins fyrst árið 2011 fyrir bekkjarfélaga mína. Einföld og þægileg uppskrift sem kemur mjög krúttlega út! 🙂

Hér er uppskriftin:

Jólasveina möffins!

Möffins – Innihald:

 1 ¾ bolli hveiti
1 ½ bolli sykur
100 g smjörlíki
2 egg
1/3 bolli kakó
1 bolli súrmjólk
1 tsk natron
1 ½ tsk vanilludropar

Möffins – aðferð:

  1. Sykri og smjörlíki hrært saman
  2. Einu eggi í einu bætt út í og hrært aðeins á milli
  3. Vanilludropum bætt út í og hrært vel
  4. Þurrefnum bætt út í ásamt súrmjólkinni og blandað aðeins saman
  5. Sett í lítil (minni en þessi venjulegu) möffinsform
  6. Og bakað við 180° C  í  10 – 15 mín.

Image

Kremið – Innihald:

1 bolli síróp
4 msk sykur
2 stífþeyttar eggjahvítur

Kremið – aðferð:

  1. 1 bolla af sírópi og 4 msk af sykri sett í pott og  brætt.
  2. Á meðan blandan bráðnar eru eggjahvíturnar stífþeyttar.
  3. Sykurblöndunni er svo bættt út í eggjahvíturnar í mjórri bunu og hrært þar kremið verður þykkt
  4. Svo er kreminu sprautað á möffinsið, jarðaberi á hvolfi bætt ofan á og svo er aftur sprautað kremi til að gera dúskinn.

Image

Verði ykkur að góðu!
-Unnur Anna

Auglýsingar