Jólasveinamöffins!

Image

Í dag kom jólablað Fréttablaðsins inn um lúguna hjá flestum Íslendingum. 🙂
Mjög fallegt blað með öllu mögulegu sem tengist jólunum. Meðal annars er ég með þessa uppskrift þar! Þar er rætt við mig um Cakes of Paradise og mínar jólahefðir. Mæli eindregið með því að þið gluggið í það! 🙂

Eins og kemur fram í blaðinu þá gerði ég þessi jólasveinamöffins fyrst árið 2011 fyrir bekkjarfélaga mína. Einföld og þægileg uppskrift sem kemur mjög krúttlega út! 🙂

Hér er uppskriftin:

Jólasveina möffins!

Möffins – Innihald:

 1 ¾ bolli hveiti
1 ½ bolli sykur
100 g smjörlíki
2 egg
1/3 bolli kakó
1 bolli súrmjólk
1 tsk natron
1 ½ tsk vanilludropar

Möffins – aðferð:

 1. Sykri og smjörlíki hrært saman
 2. Einu eggi í einu bætt út í og hrært aðeins á milli
 3. Vanilludropum bætt út í og hrært vel
 4. Þurrefnum bætt út í ásamt súrmjólkinni og blandað aðeins saman
 5. Sett í lítil (minni en þessi venjulegu) möffinsform
 6. Og bakað við 180° C  í  10 – 15 mín.

Image

Kremið – Innihald:

1 bolli síróp
4 msk sykur
2 stífþeyttar eggjahvítur

Kremið – aðferð:

 1. 1 bolla af sírópi og 4 msk af sykri sett í pott og  brætt.
 2. Á meðan blandan bráðnar eru eggjahvíturnar stífþeyttar.
 3. Sykurblöndunni er svo bættt út í eggjahvíturnar í mjórri bunu og hrært þar kremið verður þykkt
 4. Svo er kreminu sprautað á möffinsið, jarðaberi á hvolfi bætt ofan á og svo er aftur sprautað kremi til að gera dúskinn.

Image

Verði ykkur að góðu!
-Unnur Anna

Auglýsingar

Cupcakes með Sviss marenge kremi

Image

Þessar cupcakes heita Billy’s Vanilla Vanilla cupcakes og eru alveg fáránlega góðar! En kremið ofan á þeim, heitir Sviss-marenge krem og það er það besta sem ég hef smakkkað! Það er hægt að gera allskonar bragðtegundir úr þessu kremi en ég ætla að setja inn hér uppskrift af grunninum og þremur bragðtegundum með; Jarðaberja, lime/kókos og mokka.

Ég fékk þessa uppskrift frá systur mömmu, Auði sem er algjör cupcake snillingur! Hún er snillingur í fleiru og þið getið kíkt á síðuna hennar hér! 🙂

Svo vil ég líka benda ykkur á að hún frábæra mamma mín tekur allar fallegu myndirnar á þessari síðu, og hún er líka með blogg og þið getið kíkt á það hér 🙂

Image

Hér er svo uppskriftin af Billy’s vanilla vanilla  með Sviss marenge kremi:

Billy’s vanilla vanilla cupcakes:

Innihald:
3 bollar hveiti
2 bollar sykur
1 msk lyftiduft
3/4 tsk salt
250 gr lint smjör/smjörlíki (hef prófað bæði, mér finnst betra að hafa smjörlíki)
4 stór egg
1 bolli nýmjólk
1 tsk vanilludropar

Aðferð:

 • Hitið ofnin í 175°C
 • Hrærið saman þurrefnunum. Hrærið á litlum krafti þar til þurrefnin hafa blandast vel saman. Bætið þá linu smjörinu/smjörlíkinu út í og hrærið vel. (Verður dálítið þurrt)
 • ATH! Gott er að bæta 1 1/2 msk af kakói út í deigið í þessu skrefi, ef þið ætlið að gera mokka krem!
 • Pískið saman í öðru íláti, egg, mjólk og vanilludropa.
 • Bætið þessu svo saman við hræruna í vélinni, í þremur skömmtum. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman, en ekki hræra of lengi!
 • Setjið deigið í möffinsform, fyllið 2/3 af hverju formi með deigi. (ATH. mér finnst mjög gott að nota ísskeiðar til að setja í formin. Það er bæði þæginlegra en að vera með tvær venjulegar skeiðar og möffinsin verða allar jafnstórar! 🙂 )
 • Mér finnst mjög gott að vera með mini cupcake form því þau eru fullkomin stærð! Hin geta verið svolítið stór og það geta ekki allir torgað stórum cupcakes! 🙂
 • Bakið í miðjum ofni í 17 – 20 mín.
 • Látið möffinsin kólna alveg áður en kremið er sett á, svo það bráðni ekki á þeim.

Image

Sviss – marenge krem:

Innihald:
5-6 eggjahvítur
1 1/4 bolli sykur (Hægt að setja púðursykur í staðinn, t.d. ef maður er að gera mokka krem)
1 tsk vanilludropar
250 g lint smjör (Betra að hafa smjörið mjög lint, helst búið að standa á borði í nokkrar  klst)
Hægt er að setja matarlit ef á við 🙂

Aðferð:

 • Þeytið eggjahvíturnar á fullum hraða í vél
 • Setjið sykurinn út í smátt og smátt og hrærið í a.m.k 5 mín, eða þar til þær eru alveg stífar
 • Setjið vanilludropana út í og hrærið í smá stund
 • Bætið linu smjörinu smátt og smátt útí og hrærið vel á milli
 • Kremið á til að skilja sig í þessu skrefi eða verða kekkjótt, en örvæntið ekki, það þarf bara að hræra á fullu í a.m.k 10 mín og þá verður það fínt!
 • Þetta er vanillukremið. Nú ef þið mynduð vilja vanillukrem á cupcakes-in þá væri ekkert annað í stöðunni núna en að sprauta kreminu á, eða smyrja það á!

Image

 • Ef þið viljið annað bragð í kremið þá er það gert þegar kremið eins og það er núna er búið að hrærast vel í a.m.k 5 mín og þá er bragðefnið sett útí smátt og smátt
 • Þá á kremið það aftur til að skilja sig, og þá er bara að halda áfram að hræra og það mun lagast aftur!

Hér eru 3 dæmi um bragðefni:

Jarðaberja:

 • 1 box jarðaber + 2-3 msk appelsínusafi mixað ör sutt í blandara (ekki alveg í mauk þá) og bætt svo út í kremið
 • Ég ef líka prufað að setja bara nokkrar msk af jarðaberjasultu beint út í kremið og það var líka mjög gott!

Lime/kókos:

 • Limesafi + lime börkur (ca. 1 1/2 lime) + 2-3 msk kókosmjöl sett út í kremið
 • Alltaf gott að smakka kremið og bæta meiru við ef þarf!

Mokka:

 • 2-3 msk (eftir smekk) af rótsterku kaffi ásamt 1 msk af kakóki hrært saman og svo kælt sett út í kremið
 • Einnig er gott að setja nokkrar (kannski 1 msk) af söxuðum súkkulaðihúðuðum kaffibaunum út í kremið og nota svo aðeins minna saxaðar kaffibaunir sem skraut ofan á.
 • Í þessu kremi er gott að nota púðursykur í staðinn fyrir venjulegan sykur!

Image

Verði ykkur að góðu!
– Unnur Anna

Múffur Listamannsins

Fyrsta uppskriftin sem ég set hingað inn kallast „Múffur Listamannsins“. Þetta eru möffins, gulrótamöffins, hollar og mjög góðar! Ég er algjör sælkeri og því er mjög sjaldgæft að þetta fari vel saman hjá mér „hollt og gott“ en það á alveg við um þessar.

Image

Ég fékk uppskriftina frá mömmu æskuvinkonu minnar, Hörpu, sem sjálf er algjör listamaður. Uppskriftin virðist pínu bras, en tekur enga stund að gera og í einni uppskrift eru 15 möffins. Ég mæli með þessum í kaffitímanum!

Innihald:
2 bollar hveiti (Það eina sem er óhollt við þessar kökur, þyrfti að prófa að gera þær úr spelti)
1 1/3 bolli hrásykur
2 tsk lyftiduft
2 tsk kanill
1/4 tsk múskat
1/2 tsk salt
2 bollar rifnar gulrætur
1/2 bolli kókosmjöl
1/2 bolli flysjað, rifið epli
3 stór egg
3/4 bolli olía
1/4 bolli appelsínusafi
2 tsk vanillusykur

Aðferð:
Stillið ofninn á blástur og175°C
Hrærið saman gulrótum, kókosmjöli og epli í skál.
Hrærið eggjum, olíu, appelsínusafa og vanillusykri saman í annari skál.
Bætið þurrefnum út í skál 2.
Blandið gulrótunum, kókosmjölinu og eplinu vel saman við.
Setjið múffurnar í form og bakið á blæstri í 35 mínútur.
Látið múffurnar kólna.

Image

Verði ykkur að góðu!

– Unnur Anna