Jarðarberjasæla!

IMG_7356

Það hefur mikið gengið á síðan ég bloggaði seinast. Kannski þess vegna sem það leið mjög langur tími á milli þessara tveggja blogga. Ég lék í leikriti, dansaði á minni seinustu vorsýningu hjá Point dansstúdíó og fór í mína seinustu prófatíð. Ég útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 17. júní, átti afmæli, fékk staðfest að ég væri að fara í Hússtjórnarskólann í Reykjavík í haust – og fékk litla sæta íbúð í vesturbænum og munum við Helga Rún flytja þangað um miðjan næsta ágúst. Það eru því spennandi tímar framundan líka.

Ég ætla að fara með allt á fullt núna á síðunni og ég er með margar frábærar hugmyndir. Mamma kom heim frá Danmörku um daginn með fullt af nýjum uppskriftarbókum sem ég get ekki beðið eftir að prófa, blanda saman, breyta og deila með ykkur :).

IMG_7361

Þessi jarðaberjasæla er svona klassísk gamaldags jarðarberjaterta sem ég fann í gömlu uppskriftarbókinni hennar mömmu. Það sem ég elska gömlu uppskriftarbókina hennar. Hún er stútfull af handskrifuðum uppskriftum sem mamma hefur fengið héðan og þaðan í gegnum tíðina. Hún er notuð að minnsta kosti þrisvar í viku og mér finnst ekkert smá gaman að gramsa aðeins í henni og finna gamlar góðar uppskriftir :).

Hér er uppskriftin af þessari frábæru einföldu jarðarberjatertu.

 IMG_7344

Innihald:

6 eggjahvítur

300 g sykur

1/8 tsk salt

2 tsk borðedik

ca ½ líter rjómi

1-2 Box jarðarber

IMG_7347

Jarðarberjasæla – Aðferð:

 1. Stillið ofninn á 150 °C
 2. Þeytið eggjahvíturnar saman í smá stund
 3. Bætið sykrinum útí hægt og rólega
 4. Bætið salti og ediki saman við.
 5. Setjið í eldfast mót, ég nota 28 cm sporöskjulaga form
 6. ATH! Marengsinn fyllir mjög líklega nánast upp í allt formið, en mun falla alveg slatta þegar hann er tekinn úr ofninum.
 7. Bakið við 150°C í 30 mínútur og svo við 175°C í 30 mínútur
 8. Leyfið aðeins að kólna.
 9. Því næst er rjóminn þeyttur og svo settur ofan á marengsinn.
 10. Jarðarberin eru skorin og röðuð fallega ofaná eða sett heil ofan á. Ég skar þessi jarðarber með eggjaskera,
  þannig urðu allar sneiðarnar jafn þykkar og þetta tók enga stund!

IMG_7351

IMG_7354

IMG_7372

– og Voila! kakan er til!

 IMG_7373

Njótið svo með bestu lyst!

IMG_7379

Verði ykkur að góðu!
– Unnur Anna

Auglýsingar

Uglu-bollakökur!

Image

Jæja, tími til kominn að skella einu bloggi í gang, eftir langt jólafrí og próf. Já, próf í MA eru eftir jól og byrjuðu þau núna 9. Janúar og verða flest búin á miðvikudaginn næsta. Ég var heppin þetta árið og var aðeins í 3 prófum. Þegar þau kláruðust ákváðum við bekkurinn minn, 4.T, að hittast og borða saman. Við komum nokkur með eftirrétti og ég kom með bollakökur.
Þar sem svona aðal “merki” Menntaskólans á Akureyri eru uglur, kom ekkert annað til greina en að gera uglu-bollakökur til að fagna MA-próflokum! 🙂

 Þær komu svona skemmtilega á óvart og eru einfaldar í gerð.

 Uppskriftin af þessum bollakökum er einnig venjuleg kökuuppskrift sem við heima hjá mér köllum alltaf Ellu-köku. Ella er systir afa míns og alltaf í fjölskylduboðum með henni, er Ellu-kaka gerð. Ellu-kaka er ein af uppáhalds- kökunum mínum og er sko alls ekki verri sem bollakaka. Ein uppskrift gerir ca 18-20 bollakökur.

 Hér er uppskriftin:

Bollakökurnar – innihald:

1 ½ bolli sykur
100 g smjörlíki
2 egg
1 ½ tsk vanilludropar
1 ¾ bolli hveiti
1/3 bolli kakó
1 tsk lyftiduft
1 bolli súrmjólk

Bollakökurnar – aðferð:

 1. Stillið ofninn á 180°C.
 2. Sykur og smjörlíki hrært vel saman
 3. Einu eggi bætt útí, hrært örlítið, hinu svo bætt við og hrært vel
 4. Vanilludropum bætt útí, hrært vel.
 5. Á meðan blandan er hrærð saman, setjið hveiti, kakó og lyftiduft í skál og blandið saman með skeið
 6. Bætið út í hrærivélarskálina, ásamt súrmjólkinni og blandið aðeins saman.
 7. Setjið í bollakökuform, gott að nota ísskeið, eða fulla 2/3 af forminu
 8. Bakið í 17-20 mínútur eða þar til að ef þið setjið prjón í kökuna, kemur ekkert blautt deig á prjóninn þegar þið togið hann upp J
 9. Látið kólna ( í a.m.k 30 mín)

Kremið – Innihald:

230 g púðursykur
120 g sykur
tæpir 2dl vatn
2 eggjahvítur

Kremið – aðferð:

 1. Púðursykur, sykur og vatn sett í pott og hitað þar til sykurinn er bráðnaður (tekur stutta stund)
 2. Á meðan sykurinn er að hitna, stífþeytið eggjahvíturnar.
 3. Hellið svo úr pottinum í mjórri bunu út í stífþeyttu eggjahvíturnar og láta þeytast á meðan og í smástund á eftir.
 4. Setjið kremið á með borðhníf (þarf ekki að sprauta kreminu á þegar uglurnar eru gerðar) og setjið alveg slatta.

Image

Uglu-andlit – Innihald:

3 pakkar oreo-kex (tvö augu eru tvö oreo kex)
2 pokar m&m
(hægt að nota hvaða lit sem er, þá þarf bara 1 poka, en ég vildi bara hafa uglurnar með brún augu og þá þarf 2 pakka, restina er svo bara hægt að borða! 🙂 )
1 poki Freyju möndlur

Image

Uglu-andlit – aðferð:

 • Takið í sundur eins mörg oreo kex og þið þurfið (2 kex á hverja bollaköku)
 • Setjið eitt m&m á hvert oreo kex
 • Setjið oreo-kexin hlið við hlið á miðjuna á bollakökunum.
 • Setjið 1 möndlu á milli kexanna, fyrir nef.
 • Fyrir ofan augun eru síðan gerð eyru, með því að nota borðhníf og draga kremið aðeins út til hliðanna. 🙂

Image

Verði ykkur að góðu!
-Unnur Anna

Jólasveinamöffins!

Image

Í dag kom jólablað Fréttablaðsins inn um lúguna hjá flestum Íslendingum. 🙂
Mjög fallegt blað með öllu mögulegu sem tengist jólunum. Meðal annars er ég með þessa uppskrift þar! Þar er rætt við mig um Cakes of Paradise og mínar jólahefðir. Mæli eindregið með því að þið gluggið í það! 🙂

Eins og kemur fram í blaðinu þá gerði ég þessi jólasveinamöffins fyrst árið 2011 fyrir bekkjarfélaga mína. Einföld og þægileg uppskrift sem kemur mjög krúttlega út! 🙂

Hér er uppskriftin:

Jólasveina möffins!

Möffins – Innihald:

 1 ¾ bolli hveiti
1 ½ bolli sykur
100 g smjörlíki
2 egg
1/3 bolli kakó
1 bolli súrmjólk
1 tsk natron
1 ½ tsk vanilludropar

Möffins – aðferð:

 1. Sykri og smjörlíki hrært saman
 2. Einu eggi í einu bætt út í og hrært aðeins á milli
 3. Vanilludropum bætt út í og hrært vel
 4. Þurrefnum bætt út í ásamt súrmjólkinni og blandað aðeins saman
 5. Sett í lítil (minni en þessi venjulegu) möffinsform
 6. Og bakað við 180° C  í  10 – 15 mín.

Image

Kremið – Innihald:

1 bolli síróp
4 msk sykur
2 stífþeyttar eggjahvítur

Kremið – aðferð:

 1. 1 bolla af sírópi og 4 msk af sykri sett í pott og  brætt.
 2. Á meðan blandan bráðnar eru eggjahvíturnar stífþeyttar.
 3. Sykurblöndunni er svo bættt út í eggjahvíturnar í mjórri bunu og hrært þar kremið verður þykkt
 4. Svo er kreminu sprautað á möffinsið, jarðaberi á hvolfi bætt ofan á og svo er aftur sprautað kremi til að gera dúskinn.

Image

Verði ykkur að góðu!
-Unnur Anna

Snjókorna Cupcakes!

Image

 

Sunnudagar til sælu. Sunnudagar einnig til hvíldar, fundar, lærdóms, hreingerningar, baksturs, bloggs og lesturs.
Já, stundum ætlar maður sér að gera of margt á einum degi. Dagurinn í dag er einmitt svoleiðis dagur. Ég ætlaði að gera allt að ofantöldu, en “óvart” varð lærdómur og lestur að víkja fyrir hinu. Kannski mæti ég bara með þessar cupcakes í tíma á morgun – þá yrði mér örugglega strax fyrirgefið að hafa ekki lesið mikið heima ;-).
Veturinn hefur aðeins verið að láta vita af sér á Akureyri seinustu vikuna. Það snjóaði og snjóaði, bíllinn festist svona 10 sinnum, krakkar sem og fullorðnir gerðu snjóhús og ég þurfti að moka mér leið út úr húsinu mínu.

Í tilefni af því ákvað ég að gera fínar vetrar-snjókornacupcakes. Þær eru afar fallegar og samt einfaldar í gerð.
Deigið er bara skúffukökudeig – uppskrift má finna hér. Kremið er hinsvegar nýtt – og alveg ótrúlega gott!!

 

Hér er uppskriftin

Image

 

Snjókorna-Cupcakes 

 

Deigið, eins og ég sagði áðan má finna hér. 
ATH! Í þeirri uppskrift er kakan bökuð í 30-35 mín en bollakökurnar þurfa bara ca 20 mín.
Gott að stinga prjóni í kökurnar og ef að ekkert deig festist á prjóninum þá eru þær til :).

Leyfið bollakökunum að kólna áður en þið byrjið á kreminu því það þarf að sprauta því á um leið og það er búið til. 🙂

 

Kremið – Innihald:

 

4 eggjahvítur

1 bolli sykur

¼ tsk Cream of Tartar

1 tsk vanilludropar

 

Kremið – aðferð:

 

 1. Eggjahvíturnar ásamt sykri og Cream of Tartar sett í skál sem þolir hita.
 2. Skálin síðan sett yfir pott af heitu vatni og hitað upp í 70°C og pískað allan tíman.
 3. Þegar blandan hefur náð 70°C er hún færð yfir í hrærivél og byrjað að hræra hægt og svo hraðar og hraðar og blandað þangað til kremið er orðið stíft.
 4. Þá er vanilludropum ásamt matarlit (ef þið viljið) bætt út í og hrært aðeins.
 5.  Kreminu síðan sprautað á.

 

Image

 

 

Snjókornin:

 

 • Hægt er að nota hvítt súkkulaði brætt og sprautað á smjörpappír eins og snjókorn.
 • Gott að teikna snjókornin á smjörpappírinn.
 • Setjið í frysti eða opnið glugga þannig að súkkulaðið harni og takið svo af smjörpappírnum með spaða og setjið á kökurnar. Gaman er að skreyta þær líka með litlum kúlum 🙂 . 
 • Mér finnst stundum hvíta súkkulaðið vera of gulleitt og þess vegna notaði ég núna mjallarhvítan súkkulaðihjúp, sem fæst hér á alltikoku.is

 

 

 

 

Image

 

 

Image

 

 

ImageKoma svona krúttlega út 🙂

 

 

Verði ykkur að góðu – og gleðilegan vetur! 
-Unnur Anna

 

Gömlu góðu skinkuhornin!

Image

Ég er að vinna á Hamborgarafabrikkunni hér á Akureyri og hef verið í allt sumar. Ég er að vinna með yndislegum krökkum og stemmingin er alltaf ofboðslega góð. Nú á ég bara eftir að vinna í tvo daga áður en ég fer í útskriftarferðina og verð svo bara að vinna aðra hverja helgi eftir það. Þess vegna fannst mér það kjörið að bjóða fallegu, bleiku vaktinni minni í kökupartý í dag, svona áður sumarið klárast alveg. Ég bakaði nokkrar gerðir af kökum, en sú gerð sem sló alveg í gegn hjá mér voru gömlu góðu skinkuhornin okkar.

Það kom mér svosem ekkert á óvart, þessi skinkuhorn hafa alltaf verið vinsæl hjá okkur í afmælum og veislum. Þau eru ótrúlega mjúk og fyllingin inní er ekkert smá góð.  Því sá ég ekkert annnað í stöðunni en að setja uppskriftina af þessum frábæru skinkuhornum hingað inn og leyfa fleirum að njóta! 🙂 Í einni uppskrift eru 24 skinkuhorn, svo ég mæli alveg með því að gera fleiri en eina uppskrift í afmælum og svona, því þetta fer hratt! Hér er uppskriftin:

Image

Skinkuhorn – Innihald:

2 dl volgt vatn
1 poki þurrger ( 11 g )
1 tsk salt
1 tsk sykur
50 g smjörlíki
330 g hveiti

Fylling:

1/2 dós sveppasmurostur (stór dós)
1/2 stórt skinkubréf

Fylling aðferð: 

Saxið skinkuna og blandið saman við smurostinn!

Image

Skinkuhorn – Aðferð:

 • Hitið ofninn í 225°C
 • Leysið gerið upp í volgu vatni.
 • Á meðan gerið leysist upp, blandið þurrefnunum saman í stórri skál
 • Blandið linu smjörlíki samanvið.
 • Blandið gerinu og vatninu við allt hitt.
 • Hnoðið vel
 • Setjið í skálina aftur og geymið í smá stund á meðan þið gerið fyllinguna.

Image

 • Skiptið deiginu svo í þrennt,
 • Fletjið út, eitt í einu, í kringlótta köku
 • Skiptið kökunni svo í 8 hluta (eins og pizza)
 • Setjið 1-2 tsk af fyllingu á hvern hluta, (getið séð hvert ég set fyllinguna á myndinni hér fyrir neðan)
 • Rúllið deiginu upp frá breiðari endanum, og snúið svo upp á hornin, svo það leki ekki allt úr þeim. (sýnt á mynd hér að neðan)
 • Látið hefast á hlýjum stað í 30 – 40 mínútur.
 • Penslið skinkuhornin með sundursleggnu eggi og bakið svo í 10 mín.

Image

Ég nota kleinuhjól til að skipta deiginu

Image

Mér finnst betra að setja meira en minna af fyllingu í skinkuhornin 🙂

Image

Svona rúlla ég upp á hornin á skinkuhornunum, svo fyllingin leki ekki út 🙂

ImageSvo eru skinkuhornin pensluð með sundurslegnu eggi!

Þessi skinkuhorn bragðast best heit, eða volg. Það er ekkert mál að frysta skinkuhornin í nokkrar vikur og hita þær bara á lágum hita í ofni áður en þær eru borðaðar 🙂

Verði ykkur að góðu!

– Unnur Anna

Æðisleg karamellustykki

Ég sat á kaffihúsi um daginn, fékk mér rice crispies stykki. Stykkið var því miður ekki mjög gott. Fólk í kringum mig var að spjalla um allt og ekkert en ég var löngu hætt að hlusta. Ég bara gat ekki hætt að pæla í því hvernig mætti bæta þetta Rice Crispies stykki…

Ég fór því heim, með mjög góða hugmynd og framkvæmdi hana. Út kom mjög gott, rice crispies stykki, að mínu mati 😉 Karamellu rice crispies stykki. Uppskriftin er mjög svo einföld, og ef verið er að baka svona í lítið kaffiboð, er alveg nóg að gera hálfa uppskrift, en fyrir afmæli eða eitthvað stærra, mæli ég með heilli uppskrift!

Image

Karamellustykki – Innihald:

240g smjör
230g púðursykur
1/2 bolli rjómi
1 tsk vanilludropar
4 bollar Rice Crispies

Image

Aðferð:

 • Blandið öllu, nema rice crispies, í skál og sjóðið í 18 – 20 mínútur. ( 8 mínútur í hálfri uppskrift)
 • Þegar karamellan er orðin þykk, eftir þessar 18-20 mínútur skal blanda Rice crispiesinu saman við.
 • Setjið á plötu, með smjörpappír undir og kælið í 1 – 2 klst.
 • Takið svo út og skerið í litla bita, eða skerið út einhver form! 🙂

Image

Image

Image

Einfalt – og ótrúlega gott, og ekki skemmir að hafa lítinn sætan frænda sem aðstoðar-bakara 🙂

Verði ykkur að góðu!
– Unnur Anna

Holl sunnudagssúkkulaðikaka

Ég er ekki mikið fyrir súkkulaði. Það kemur mörgum á óvart og ég fæ alltaf sömu, viðbrögðin: „æi, hvað ég vorkenni þér“  eða „Færðu þér þá ekki páskaegg?“ og „Drekkurðu heldur ekki kakó?“ og svarið við þessu öllu er nei. 🙂 Það þarf ekki að vorkenna mér fyrir að borða ekki eitthvað sem mér finnst vont, ég fæ mer reyndar stundum páskaegg en ég er meira fyrir nammið inn í þvi og nei ég drekk heldur ekki kakó. En mér finnst ótrúlega gaman að gleðja aðra með súkkulaðikökum! 🙂

IMG_5695

En þessi sunnudagskaka er holl súkkulaðikaka, uppskriftin er frá Sollu, hún er mjög girnileg og allir sem ég hef bakað hana fyrir finnst hún ómótstæðileg.

Botn – Innihald:

100 g möndlur
100 g kókosmjöl
250 g döðlur
2-3 msk hreint kakóduft
1/2 tsk hreint vanilluduft

Aðferð:
Setjið allt í matvinnsluvél og blandið vel saman, þjappið vel í form, annað hvort eitt stórt, eða mörg lítil (möffins)

Súkkulaðikrem – Innihald:
1 dl Kaldpressuð kókosolía
1 dl hreint kakóduft
1/2 dl Agavesýróp (Má líka nota Yaccon eða maple)

Aðferð:
Setjið kókosolíukrukkuna í skál með heitu vatni svo hún verði í fljótandi. Passið að hafa vatnið þó ekki of heitt, helst ekki heitara en 45°C, því þá verður súkkulaðið matt og þykkt, sem er víst ekki eins gott ;).
Setjið síðan fljótandi kókosolíu, kakóduft og agavesýróp í skál og hrærið þessu saman. Hellið síðan yfir kökuna og setjið inn í frysti í 1-2 klst.

ATH!
Ég hef stundum gert 1 1/2 uppskrift af botninum, því hann er svolítið þunnur. Það er mjög gott að setja jarðaber eða bláber ofan á kökuna og bera hana fram með rjóma, eða hrísrjóma! 🙂

Verði ykkur að góðu!
– Unnur Anna