Lego sykurpúðar!

.Það hefur aldeilis margt á daga mína drifið síðan seinasta blogg var skrifað. Ég kláraði Hússtjórnarskólann í Reykjavík seinasta haust og þvílíkur draumur sem það var að fara í þann skóla. Lærdómur sem allir hafa gott af, strákar og stelpur.
Eftir Hússtjórnarskólann flutti ég svo til Silkeborgar í Danmörku þar sem ég er nú au-pair hjá yndislegri fjölskyldu. Ég er búin að læra svo margt um lífið og tilveruna á þessum 5 mánuðum sem ég hef verið hjá þeim. Það verður skrýtið að fara heim núna í júní og ég kem til með að sakna allra hérna í Danmörku ótrúlega mikið. En ég er þó líka farin að hlakka mjög mikið til þar sem það bíður mín auðvitað margt heima.

   Screen Shot 2015-05-18 at 01.12.19

Seinasta föstudag varð eldri strákurinn sem ég passa 5 ára. Við héldum afmælispartý með ninjago lego ívafi þar sem honum finnst það mjög spennandi. Það var föndrað, skreytt og bakað og það kemur kannski ekkert á óvart en mér þótti þessi afmælisundirbúningur sko ekki leiðinlegur. 😉

Á morgun fer hann svo með bakstur í leikskólann til að fagna afmælinu þar. Við ákváðum að gera lego-hausa sykurpúða. Þeir komu heldur betur skemmtilega út og eru mjög auðveldir í framkvæmd!

IMG_2032-Edit

Lego-hausar – Innihald:

Sykurpúðar, venjuleg stærð.

Litlir sykurpúðar. (Til í søstrene grene)

½ Poki, gulur Candy Melts (Fæst t.d. í Allt í köku)

Ca 1 msk Kókosolía eða palmínfeiti

Grillpinnar eða kökupinnar

IMG_2044-Edit

Lego hausar – Aðferð:

  • Setjið stóran sykurpúða á grillpinna og svo lítinn ofan á þann stóra. Ég geymi grillpinnana svo á froðuplastbita, en einnig er hægt að nota glös og setja sykur í glösin og stinga pinnunum svo í.

Screen Shot 2015-05-18 at 01.12.08

  • Bræðið candy melts á lágum hita í örbylgjunni. Bætið kókosolíunni út í, aðeins til að þynna. Gott að geyma sykurpúðana á pinnunum í ísskápnum á meðan þið bræðið candy melts af því það harðnar betur á sykurpúðunum ef þeir eru kaldir!
  • Takið einn og einn sykurpúðapinna í einu út úr ísskápnum og dýfið í sykurbráðina. Gott að hafa í háu, mjóu glasi þannig að það sé hægt að dýfa öllum sykurpúðunum ofan í, en einnig er hægt að taka skeið og moka yfir sykurpúðana.
  • Látið sykurbráðina leka af sykurpúðunum. Gott að “banka” pínu á pinnan og snúa pinnanum þannig að það leki fljótar af og hætti hraðar að leka. Setjið pinnan svo aftur í ísskápinn.
  • Þegar öllum pinnunum hefur verið dýft í candy melts þá er fínt að geyma þá í kæli í ca 5-10 mín og gera glassúr á meðan til að teikna andlitin.

Glassúr

Setjið ca 3-4 msk af flórsykri í skál og 1-2 tsk vatn.

Það er best að hafa glassúrinn vel þykkan svo að hann leki ekki af pinnunum. Setjið síðan svartan matarlit út í. Ég mæli eindregið með Wilton gel-matarlitnum sem fást einnig í Allt í köku.

Svo er bara að skella þessu í sprautuplastpoka með litlu gati/litlum stút og gera andlit! Gaman að hafa þau mismunandi.

Ég hlakka til að heyra hvernig krökkunum á leikskólanum leist á þetta og vona að ykkur muni finnast eins gaman og mér að gera þetta! Leyfi svo nokkrum myndum úr afmælinu og undirbúningnum að fylgja með!

Screen Shot 2015-05-18 at 01.11.50Hér má sjá Regnboga ávexti, Nammi gott, en uppskriftina af því má finna hér – og sjálfa Ninjago kökuna!

IMG_1839

Já og svo tvær af mér og afmælisbarninu!

Verði ykkur að góðu!
– Unnur Anna

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s