Whoopie pies!

Image

Nú er ég eins og 29.000 aðrir framhaldskólanemendur í verkfalli. Það mætti því halda að ég hefði ekkert að gera og leiddist alla daga, en ég kann það víst ekki og finn mér því alltaf eitthvað að gera. Nú er ég að leika í leikriti hjá Leikfélagi Menntaskólans (LMA) og við erum að setja upp leikritið Vorið vaknar (Spring Awakening). Við erum á mjög mörgum æfingum, á hverjum degi frá morgni til kvölds. Það er samt æðislega gaman, frábærir krakkar og skemmtilegt leikrit. Við frumsýnum 3. apríl. Mæli með því að allir næli sér í miða þegar miðasalan opnar!
En allavegana, við erum í æfingafríi þessa helgi og því ákvað ég að skella einu bloggi á síðuna og baka Whoopie pies!

Whoopie pies eru kökur sem ekki margir hafa heyrt um. Whoopie pies eru einskonar samlokur, gerðar úr tveimur mjúkum smákökum með gómsætum kremfyllingum inní.
Konur úr Amish samfélögum í gamla daga bökuðu þessar kökur úr afgangs deigi sem þær áttu og gáfu börnum sínum og mökum sem hádegis-nesti. Þegar krakkarnir og mennirnir opnuðu svo nestisboxin sín hrópuðu þau af ánægju: “Whoopie!” og þaðan er nafnið af whoopie bökunum komið!

Það tekur alls ekki langan tíma að baka þessar kökur og hægt er að leika sér þvílíkt mikið með hugmyndaflugið við að gera þær. Ég fékk bók um þessar kökur í afmælisgjöf fyrir tveimur árum frá systrum mömmu og þar má finna yfir 80 mismunandi útgáfur af þessum kökum! Ótrúlega skemmtileg bók og girnilegar uppskriftir sem ég ætla mér að deila með ykkur á næstunni á þessari síðu!

Þessi uppskrift sem ég gerði núna er bara svona “basic” uppskriftin. Ég setti svo bara bleikan matarlit út í degið og kremið og skreytti aðeins.

Hér er uppskriftin:

Image

Whoopie pies – kökurnar – Innihald:

225 g hveiti
1 ½ tsk lyftiduft
115 g smjörlíki
250 g sykur
2 egg
2 tsk vanilludropar
125 g sýrður rjómi
Matarlitur (val)

Image

Whoopie pies – kökurnar – Aðferð:

1. Stillið ofninn á 180°C.
2. Setjið hveiti og lyftiduft saman í skál og blandið saman með skeið.
3. Þeytið saman egg og sykur í hrærivél.
4. Bætið einu eggi í einu útí og hrærið vel á milli.
5. Bætið vanilludropunum útí og hrærið vel.
6. Setjið hveitiblönduna saman við ásamt sýrða rjómanum og blandið saman.
7. Ef þið ætlið að setja matarlit útí, þá gerið það hér og blandið saman.
8. Setjið deigið í sprautupoka (fást í Ikea) og sprautið þannig að þvermálið sé 3 cm á hringjunum.
(Ég á mottu þar sem öðrum megin er hægt að setja makkarónur á og hinum megin eru aðeins stærri hringir og þar fara whoopie pies. Ef þið notið svoleiðis mottu passið að fylla ekki alveg út í hringina heldur hafa degið bara 3 cm í þvermál. Það lekur út og stoppar á ytri hringjunum. 🙂
9. Bakið í 7-10 mínútur, stingið þá prjóni í kökurnar og ef ekkert deig festist á prjóninum þá eru kökurnar til!
10. Leyfið þeim að kólna áður en þið setjið kremið á.

Image

Kremið – Innihald:

4 eggjahvítur
200 g sykur
1 tsk vanilludropar
225 g smjör við stofuhita

Image

Kremið – Aðferð:

1. Setjið sykur og eggjahvítur í skál sem þolir hita
2. Setjið skálina yfir pott með vatni í og hitið vatnið. Hrærið stanslaust í sykurblöndunni þar til sykurinn hefur verið leystur upp.
3. Setjið þá sykurblönduna í hrærivél og stífþeytið blönduna.
4. Bætið vanilludropum útí og hrærið.
5. Setjið smjörið í, einn bita í einu og hrærið vel. Kremið á það til að skilja sig en ekki örvænta – hrærið bara áfram og það verður allt í lagi.
6. Setjið matarlit út í ef þið viljið og hrærið vel.
7. Smyrjið kreminu á með hníf og lokið „samlokunni“
8. Svo er hægt að skreyta kökurnar með einhverskonar kurli eins og sést hér fyrir neðan.

Image

Svo er bara að njóta… 🙂

Image

Verði ykkur að góðu!
– Unnur Anna

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s