Konudags-snúðar!

Image

Mér finnst vorönnin alltaf einstaklega skemmtileg, þá gerist svo margt. Það hlýnar, það kólnar, það birtir, margt skemmtilegt í skólanum, þorri,  það hlýnar aftur, bóndadagur og seinast en ekki síst, konudagur.
Heima hjá mér hefur aldrei verið haldið almenninlega upp á konu- og bóndadaginn, nema kannski með því að baka og bjóða í kaffi.
En hefðir eru auðvitað mismunandi milli fölskyldna og mér finnst alltaf gaman að kynnast nýjum hefðum. Hjá sumum fjölskyldum fá strákarnir á heimilinu yfirleitt mat í rúmmið á bóndadeginum og stelpurnar sömuleiðis á konudeginum.

En nú einmitt, styttist í konudaginn og hann er næsta sunnudag. Þessi kanelsnúðauppskrift er, að mínu mati, tilvalin sem konudagsbakstur, hvort sem á að bera hann fram um morgun eða í kaffi – og ég tala nú ekki um þegar snúðunum er raðað upp í svona krúttlegt hjarta. Snúðarnir eru með guðdómlegu kremi.

Nú hefur bakstur oft verið tengdur við konur og þekkt er að sumir karlar segi að konur eigi að bara vera í eldhúsinu en ekki þeir. En kommon – við lifum á 21. öldinni og ég legg til að þessi setning verði gleymd og ekki einu sinni sögð í gríni. 🙂

Þannig að nú skora ég á alla karlmenn sem lesa þetta blogg – að baka þessa snúða fyrir konurnar sínar næsta sunnudag, á konudaginn.

Hér er uppskriftin:

Image

Snúðadeig – Innihald

235 ml volg mjólk
10 g ger
620 g hveiti
1 tsk salt
100 g sykur
75 g bráðið smjörlíki
2 egg (við stofuhita)

Fylling í snúðana – Innihald

220 g púðursykur
15 g kanill
75 g bráðið smjör

Fylling í snúðana – Aðferð:

 1. Blandið púðursykrinum og kanilnum saman með skeið
 2. Bræddu smjörinu bætt út í og blandað saman með skeið

Image

Snúðar – Aðferð:

 1. Velgið mjólkina og setið gerið svo út í
 2. Blandið þurrefnum í skál
 3. Bætið bræddu smjörlíkinu við ásamt eggjunum og blandið aðeins saman við.
 4. Setjið svo mjólkina með gerinu út í deigið og hnoðið (Ráðið hvort þið hnoðið í vél eða í höndunum)
 5. Látið deigið hefast í 40 mínútur. (Gott að geyma skálina inn í örbylgjuofni)
 6. Skiptið deiginu í tvennt og fletjið hvorn hluta út í ferning, ca ½ cm þykkann (Setjið hveiti undir svo deigið festist ekki við bekkinn)
 7. Leyfið deiginu aðeins að jafna sig í ca. 10 mínútur.
 8. Dreifið fyllingunni út um allt deig, þannig að það sé þunnt lag af fyllingu á öllum ferningnum.
 9. Rúllið deiginu upp.
 10. Skerið snúðana þannig að þeir séu ca. 1 og ½ cm þykkir.
 11. Raðið þeim  á plötu eins og sést á myndinni fyrir ofan.
 12. Bakið við 200°C  í 10 – 15 mínútur.

 Á meðan snúðarnir eru í ofninum er tilvalið að gera kremið sem fer ofan á þá.

Image

Krem – innihald:

85 g rjómaostur
55 g bráðið smjör
200 g fljórsykur
1 tsk vanilludropar

Krem – Aðferð:

 1. Allt sett í skál og hrært saman með handþeytara.
 2. Þegar snúðarnir eru komnir út úr ofninum skal leyfa þeim aðeins að kólna áður en kremið er sett á.
 3. Kremið er síðan sett á með skeiðum, ca 1 tsk á hvern snúð.
 4. Ég gerði tvö hjörtu núna, 1 stórt og annað lítið og ég set ekki krem á litlu snúðana því sumir kjósa að borða snúðana án kremsins

Image

Image

Verði ykkur að góðu!
– Unnur Anna

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s