Belgískar vöfflur!

Image

Jæja, kominn tími á bloggfærslu. Ekki seinna vænna. Ég vildi koma mér almennilega inn í skóla-dans-vinnu-rútínuna áður en ég kæmi síðunni á almennilegt vetrarról og því hefur verið aðeins lengri bið en venjulega eftir nýju bloggi – og aðeins of löng bið af mínu mati!

Mér finnst voða gott að vera komin í vetrar-rútinuna aftur. Aðeins farið að kólna,  orðið kósí dimmt á kvöldin, æfingar byrjaðar og ég get ekki beðið eftir því að snjórinn komi og ekkert verði betra en heitt mömmukakó til að hlýja sér. (Sá á vedur.is að það er spáð -16°C á Akureyrinni í næstu viku – það er kannski aðeins of mikið…)

Þessi uppskrift af belgískum vöfflum er orðin einskonar hefð að gera hjá mömmu fjölskyldu þegar einhver á afmæli, sérstaklega hjá systur mömmu, Auði. Þær eru svo góðar og stökkar, og ekkert smá gott að setja ís, sósu, ber og flórsykur á þær!

Við eigum heima svona belgískt vöfflujárn sem gerir vöfflurnar svona þykkri, kassalaga og stökkar. Ég hef því ekki prófað að gera belgískar vöfflur með venjulegu vöfflujárni, það gæti alveg sloppið, en þó veit ég það ekki. Endilega látið mig vita hvernig fer ef þið gerið vöfflurnar í venjulegu vöfflujárni!

 En hér er hægt að kaupa belgískt vöffllujárn og ég mæli sko alveg með því!!

 Hér er uppskriftin:

Image

Belgískar vöfflur – Innihald: 

100 g. smjörlíki
75 gr. sykur
2 egg
Vanilludropar
Salt af hnífsoddi
250 g hveiti
3 sléttfullar tsk lyftiduft
3 dl mjólk

Image

Aðferð:

  • Smjör og sykur þeytt saman í hrærivél
  • Einu eggi bætt út í, í einu og hrært aðeins á milli
  • Vanilludropum bætt út í og hrært aðeins
  • Salti, hveiti og lyftidufti bætt útí ásamt mjólkinni og hrært rólega saman.
  • Ein stór ausa af vöffludegi sett í vöfflujárnið og hitað í 2-3 mín.
  •  Borið fram með ís, súkkulaðisósu, berjum og smá flórsykri á toppinn.

Image

Verði ykkur að góðu!

– Unnur Anna

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s