Gömlu góðu skinkuhornin!

Image

Ég er að vinna á Hamborgarafabrikkunni hér á Akureyri og hef verið í allt sumar. Ég er að vinna með yndislegum krökkum og stemmingin er alltaf ofboðslega góð. Nú á ég bara eftir að vinna í tvo daga áður en ég fer í útskriftarferðina og verð svo bara að vinna aðra hverja helgi eftir það. Þess vegna fannst mér það kjörið að bjóða fallegu, bleiku vaktinni minni í kökupartý í dag, svona áður sumarið klárast alveg. Ég bakaði nokkrar gerðir af kökum, en sú gerð sem sló alveg í gegn hjá mér voru gömlu góðu skinkuhornin okkar.

Það kom mér svosem ekkert á óvart, þessi skinkuhorn hafa alltaf verið vinsæl hjá okkur í afmælum og veislum. Þau eru ótrúlega mjúk og fyllingin inní er ekkert smá góð.  Því sá ég ekkert annnað í stöðunni en að setja uppskriftina af þessum frábæru skinkuhornum hingað inn og leyfa fleirum að njóta! 🙂 Í einni uppskrift eru 24 skinkuhorn, svo ég mæli alveg með því að gera fleiri en eina uppskrift í afmælum og svona, því þetta fer hratt! Hér er uppskriftin:

Image

Skinkuhorn – Innihald:

2 dl volgt vatn
1 poki þurrger ( 11 g )
1 tsk salt
1 tsk sykur
50 g smjörlíki
330 g hveiti

Fylling:

1/2 dós sveppasmurostur (stór dós)
1/2 stórt skinkubréf

Fylling aðferð: 

Saxið skinkuna og blandið saman við smurostinn!

Image

Skinkuhorn – Aðferð:

 • Hitið ofninn í 225°C
 • Leysið gerið upp í volgu vatni.
 • Á meðan gerið leysist upp, blandið þurrefnunum saman í stórri skál
 • Blandið linu smjörlíki samanvið.
 • Blandið gerinu og vatninu við allt hitt.
 • Hnoðið vel
 • Setjið í skálina aftur og geymið í smá stund á meðan þið gerið fyllinguna.

Image

 • Skiptið deiginu svo í þrennt,
 • Fletjið út, eitt í einu, í kringlótta köku
 • Skiptið kökunni svo í 8 hluta (eins og pizza)
 • Setjið 1-2 tsk af fyllingu á hvern hluta, (getið séð hvert ég set fyllinguna á myndinni hér fyrir neðan)
 • Rúllið deiginu upp frá breiðari endanum, og snúið svo upp á hornin, svo það leki ekki allt úr þeim. (sýnt á mynd hér að neðan)
 • Látið hefast á hlýjum stað í 30 – 40 mínútur.
 • Penslið skinkuhornin með sundursleggnu eggi og bakið svo í 10 mín.

Image

Ég nota kleinuhjól til að skipta deiginu

Image

Mér finnst betra að setja meira en minna af fyllingu í skinkuhornin 🙂

Image

Svona rúlla ég upp á hornin á skinkuhornunum, svo fyllingin leki ekki út 🙂

ImageSvo eru skinkuhornin pensluð með sundurslegnu eggi!

Þessi skinkuhorn bragðast best heit, eða volg. Það er ekkert mál að frysta skinkuhornin í nokkrar vikur og hita þær bara á lágum hita í ofni áður en þær eru borðaðar 🙂

Verði ykkur að góðu!

– Unnur Anna

Auglýsingar

2 thoughts on “Gömlu góðu skinkuhornin!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s