Mojito sumarsafi!

Image

Ég sit úti á palli í þvílíkt góðu ágúst veðri. Fallegt brúðkaup bróður míns er nú afstaðið, versló og fiskidagurinn búinn og nú er ekkert annað að gera en að blogga einni uppskrift og bíða eftir útskriftarferðinni!

Jú, ég er  nefnilega að fara í 4. bekk í MA í haust, ár áranna eins og sumir segja… 🙂 Núna strax í haust er ég að fara með árgangnum til Costa del Sol á Spáni og verðum við í 11 daga.  Á meðan ég bíð eftir sólinni, ströndinni og ísköldum mojito verð ég að láta duga safa sem mamma gerði handa mér um daginn sem hún sagði að væri mjög líkur mojito.
Ég, full af efasemdum smakka þennan drykk og  viti menn, þessi safi er mjög líkur mojito, að sjálfsögðu áfengislaus og bara mjög góður sumardykkur.
Og já, það er enn hægt að drekka sumardrykk því það er bara ágúst, sumarið er ekki búið og það er ekki komið haust! Hjá mér er allavegana 18°C, smá sól og þessi yndislegi mojito safi við hönd, ekki slæmt það 😉
En hér er uppskriftin:

Image

Innihald:

1 lime

10 myntulauf

Egils lime og sítrónu þykkni

Kolsýrt vatn

klakar

Image

Aðferð:

Aðferðin er mjög einföld,
1 skorið lime og 10 myntulauf sett í skál og marið aðeins, svo sett í könnu.
Bætið helling af klökum í könnuna.
Bætið svo út í 1 hluta af Egils lime- og sítrónuþykkni á móti 9 hlutum af kolsýrðu vatni.
Blandið aðeins saman með sleif 🙂

Best ískalt!

Image

Þessi drykkur er meira segja góður fyrir 4 ára krakka, aðeins til að stilla þorstann eftir öll hlaupin úti 🙂

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s