Ljúffeng sítrónukaka

Á laugardaginn síðasta, 29. júní átti ég 18 ára afmæli. Við mæðgurnar, dundararnir sjálfir bökuðum að sjálfsögðu allt í mínum uppáhaldslit, bleikum! 🙂
Kakan sem stóð hvað eitt mest upp úr var afmæliskakan sjálf, ljúffeng sítrónukaka með vanillukremi sem ég siðan setti bleikan sykurmassa yfir.

Image

Hér er uppskriftin af kökunni!

Ljúffeng sítrónukaka – innihald:

3  1/4 Bolli hveiti
1 matskeið og 3/4 úr teskeið lyftiduft
1/2 tsk salt
1 1/4 Bolli smjör
2 1/2 bolli sykur
5 Stór egg
Fínlega rifin sítrónubörkur af 1 og 1/2 sítrónu
1 1/4 tsk vanilludropar
1 1/4 bolli súrmjólk

Image

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 180 °C. Smyrjið formin sem þið ætlið að nota. (ég notaði fjögur 22 cm form)
  2. Blandið saman með sleif hveiti, lyftiduft og salti í stórri skál.
  3. Hrærið smjör og sykur í hrærivél á meðalhraða  þangað til það verður ljóst og létt (3 – 5 mínútur)
  4. Setjið eggin út í, eitt í einu og hrærið vel á milli.
  5. Setjið vanilludropana og sítrónubörkinn út í og hrærið vel
  6. Stillið hrærivélina á lágan hraða og bætið hveitiblöndunni út í í þremur skömmtum, og í leiðinni bætið út í súrmjólkinni, í tveimur skömmtum, þannig að þið byrjið bæði og endið á hveitinu. (hveiti – súrmjólk – hveiti – súrmjólk – hveiti).
  7. Bakið í ofninum í 30 – 35 mínútur.
  8. kælið kökuna í allavegana klst áður en þið setjið kremið á hana.

Kremið sem ég set á milli er mjög einfalt – of einfalt í rauninni, bara keypt út í búð. Betty Crocker kremið klikkar aldrei og er mjög gott með þessari köku! Ég set kremið á milli alla laganna af kökunni, og yfir hana alla.

Image Reyndar er líka mjög gott að setja Sviss marenge kremið,(uppskrift hér) yfir þessa köku og þá þarf allavegana 2 uppskriftir af því.

Image

Í afmælinu mínu setti ég bleikan sykurmassa yfir kökuna. Hér getiði séð hvernig sykurmassinn er gerður. Ég sjálf ætla seinna að setja inn á síðuna upplýsingar hvernig ég geri sykurmassann og myndir með, en þangað til notið þið bara þennan link, eða sleppið sykurmassanum, kakan er mjög góð án hans líka! 🙂

Ég skreytti kökuna mína með hvítu súkkulaði og með tannstöngli merkti ég hvert súkkulaðið ætti að fara.

Image

Image

Image

Svo má ekki gleyma kertinu sem fullkomnaði afmæliskökuna! Og litli sæti 4 ára bróðursonur minn fékk að blása á kertið 🙂

Verði ykkur að góðu!

– Unnur Anna

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s