Holl sunnudagssúkkulaðikaka

Ég er ekki mikið fyrir súkkulaði. Það kemur mörgum á óvart og ég fæ alltaf sömu, viðbrögðin: „æi, hvað ég vorkenni þér“  eða „Færðu þér þá ekki páskaegg?“ og „Drekkurðu heldur ekki kakó?“ og svarið við þessu öllu er nei. 🙂 Það þarf ekki að vorkenna mér fyrir að borða ekki eitthvað sem mér finnst vont, ég fæ mer reyndar stundum páskaegg en ég er meira fyrir nammið inn í þvi og nei ég drekk heldur ekki kakó. En mér finnst ótrúlega gaman að gleðja aðra með súkkulaðikökum! 🙂

IMG_5695

En þessi sunnudagskaka er holl súkkulaðikaka, uppskriftin er frá Sollu, hún er mjög girnileg og allir sem ég hef bakað hana fyrir finnst hún ómótstæðileg.

Botn – Innihald:

100 g möndlur
100 g kókosmjöl
250 g döðlur
2-3 msk hreint kakóduft
1/2 tsk hreint vanilluduft

Aðferð:
Setjið allt í matvinnsluvél og blandið vel saman, þjappið vel í form, annað hvort eitt stórt, eða mörg lítil (möffins)

Súkkulaðikrem – Innihald:
1 dl Kaldpressuð kókosolía
1 dl hreint kakóduft
1/2 dl Agavesýróp (Má líka nota Yaccon eða maple)

Aðferð:
Setjið kókosolíukrukkuna í skál með heitu vatni svo hún verði í fljótandi. Passið að hafa vatnið þó ekki of heitt, helst ekki heitara en 45°C, því þá verður súkkulaðið matt og þykkt, sem er víst ekki eins gott ;).
Setjið síðan fljótandi kókosolíu, kakóduft og agavesýróp í skál og hrærið þessu saman. Hellið síðan yfir kökuna og setjið inn í frysti í 1-2 klst.

ATH!
Ég hef stundum gert 1 1/2 uppskrift af botninum, því hann er svolítið þunnur. Það er mjög gott að setja jarðaber eða bláber ofan á kökuna og bera hana fram með rjóma, eða hrísrjóma! 🙂

Verði ykkur að góðu!
– Unnur Anna

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s